Reykjadals íslenskur fjárhundur

Reykjadals Korpur IS05669/99

HD FRI - Augu FRI / fæðingardagur 11.11.1999
Reykjadals Korpur er svartur þrílitur. Hann hefur verið sýndur og fengið 1.einkunn. Korpur er af mjög góðri gerð með sterklegt höfuð, góð hlutföll, falleg augu, eyru í stærra lagi, krappt skærabit, með sterklegan háls og bol, beinabygging nægilega kröftug, tvíspora á afturfótum, með góðann snöggan feld.
 
 
 
Meira

Stjörnuljósa Hjálmur IS19169/14

Stjörnuljósa Hjálmur er fæddur 17 oktober 2013 og kemur úr ræktun Margrétar Báru Magnúsdóttur.  Hjálmur er mógulur skjömbóttur með kraga, sokka og týru.   Það var ekki á dagskránni að bæta við hundi en þegar ég sá þennan fallega og skemmtilega hvolp stóðst ég ekki mátið og fékk að fara með hann heim.  Hjálmur er undan Reykjadals Erpi Fróða og Leirubakka Júlíu Móu.    Hjálmur var sýndur sem hvolpur og fékk 1 einkunn.
Hjálmur er afskaplega skemmtilegur hvolpur og duglegur.   Hann var fljótur að læra að spora með mér og hefur gaman af því.   Hann getur verið að leika við ömmu sína hana Sunnusteins Sif allan daginn enda er hún svoddan hvolpagæla og hefur sjálf gaman af alls konar leikjum.
Meira
Smartmedia