Reykjadals íslenskur fjárhundur - Reykjadals Móri IS04742/97

Reykjadals Móri IS04742/97

Móri er góður félagi og vinnuhundur með næmt þefskyn sem hefur oft sannað sig.

Einn veturinn í sveitinni skall á með stórhríð áður en fé var komið í hús. Ég klæddi mig í vetrargallann og fór með Móra út að hóa saman fénu og leita að því sem ekki hafði skilað sér heim fyrir óveðrið.  Nokkara kindur höfðu grafist í fönn en það tók Móra ekki langan tíma að finna þær allar.  Án Móra hefði ég aldrei fundið þessar kindur á lífi.
 
Svo var það eitt sumarið að við vorum að svipast um eftir fénu. Móri hljóp á undan og stoppaði skyndilega við litla holu í túninu og neitaði að fara þaðan þó ég kallaði á hann. Hann stakk trýninu af og til í holuna og þefaði og gekk þarna fram og tilbaka. Ekkert hljóð heyrðist úr holunni og ég sá ekkert en þar sem ég þekkti minn hund og treysti, fór ég heim og sótti skóflu og vasaljós. Það tók langan tíma og stækka holuna nægilega til þess að ég gæti teigt mig niður í hana og fálmað eftir einhverju þar niðri.  Ég fann fyrir einhverju blautu og loðnu og greip um það og kippti því upp, kom þá í ljós að þetta var lítið skítugt og hrætt lamb sem hafði líklega legið þarna í ca 12 tíma.  Nú hófst leit að mömmunni sem fannst á leið upp í fjall með hitt lambið sitt.  Hún var fljót að koma hlaupandi þegar hún heirði jarmið í lambinu sínu í fanginu á mér.  Vesalings lambið var orðið ansi þyrst eftir dvölina í holunni.  Ef Móri hefði ekki fundið lambið og ég ekki hlustað á minn vitra hund hefði lambið drepist.
 
 

Reykjadals Móri
IS04742/97
HD FRI B
Augu: FRI

Sunnusteins- Muggur
IS03414/95
HD FRI*

Íslands-Garða- Askur
IS02195/91

Seifur Garðagull
IS00664/83

Skovridergaardens- Kraka
IS01683/89

Flögu- Sunna
IS01994/90
HD FRI*

Sámur frá Kolsholti
IS01685/89

Vala
IS00872/84

Reykjadals- Snögg
IS03130/94
HD FRI*

Spori Sámur frá Ólafsvöllum
IS02450/92

Stássi frá Götu
IS01217/87

Katla
IS01129/86

ISCH Íslands-Garða- Kara
IS02200/91
HD FRI*

Seifur Garðagull
IS00664/83

Skovridergaardens- Kraka
IS01683/89

Smartmedia